Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6934 svör fundust

Hver er besta og hollasta leiðin til að þyngjast?

Þeir sem eru mjög léttir, til dæmis með líkamsþyngdarstuðul (BMI) undir 20 kg/m2, þurfa ekki endilega að þyngjast ef þeir eru að öðru leyti heilbrigðir. Hinsvegar er mögulegt að þyngdin eða undirþyngdin valdi hættu á sjúkdómum og í þeim tilfellum er æskilegt að viðkomandi reyni að þyngjast. Þeir sem vilja þyngjast...

Nánar

Hvernig dó Marilyn Monroe?

Snemma morguns þann 5. ágúst árið 1962 fannst bandaríska kvikmyndastjarnan Marylin Monroe látin á heimili sínu í Brentwood-hverfi í Los Angeles. Hún varð 36 ára gömul. Við hlið líksins fundust tómar flöskur af róandi lyfinu Nembutal (almennt heiti er pentóbarbítal; 5-etýl-5-(1-metýlbútýl)-barbítúrsýra). Dá...

Nánar

Hvað er fimmarma stjarna, fyrir hvað stendur hún?

Fimmarma stjarna, pentagram eða fimmyddingur er mynduð úr fimm jafnlöngum strikum sem dregin eru þannig að eitt horn stjörnunnar vísar beint upp, tvö til hvorrar hliðar og tvö á ská niður á við. Pentagramið er einnig nefnt á latínu: Pentangulum eða pentaculum, signum pythagoricum (tákn Pýþagórasar), signum Hygieia...

Nánar

Hvað er jökulhlaup?

Jökulhlaup eru snögg vatnsflóð frá lónum við jökuljaðar eða jökulbotn sem bræðsluvatn og regn safnast í. Jaðarlónin myndast þar sem jökull stíflar þverdal eða gil. Vatn rís uns það nær að þrengja sér undir ísstífluna og opna rásir. Í fyrstu eru þær örsmáar en víkka síðan við ísbráðnun vegna núningsvarma því að ísf...

Nánar

Hversu sannsöguleg er myndin Amadeus sem fjallar um ævi Mozarts?

Leikritið Amadeus eftir Peter Shaffer var frumsýnt í Lundúnum 1979 og fimm árum síðar var gerð eftir því kvikmynd sem vakti mikla athygli og vann meðal annars til átta Óskarsverðlauna. Bæði leikritið og kvikmyndin byggja að mörgu leyti á ævi tónskáldsins Wolfgangs Amadeusar Mozarts. Shaffer tekur sér þó einnig...

Nánar

Voru til vísindamenn á Íslandi árið 1944?

Upprunalega spurningin var: Hvað voru til margir vísindamenn á Íslandi og var hægt að læra að verða vísindamaður á Íslandi 1944? Svo að byrjað sé dálítið snemma voru Íslendingar vanir að búa við háskólann í Kaupmannahöfn áður en þeir eignuðust háskóla sjálfir. Þar, eins og í flestum evrópskum háskólum, var ætl...

Nánar

Hvar býr jólasveinninn?

Þegar líður að jólum og jólasveinar fara á kreik vakna margar spurningar, sérstaklega hjá yngstu kynslóðinni. Ein þeirra sem oft berst Vísindavefnum er hvar jólasveinninn eigi heima? Það eru ýmsar hugmyndir í gangi um heimkynni jólasveinsins og skiptir þá máli hvort átt er við þennan alþjóðlega sem ferðast um á hr...

Nánar

Er líklegt að hægt verði að smíða flugbíla í framtíðinni?

Með orðinu flugbíll er væntanlega átt við farartæki sem getur flogið af eigin rammleik, fer með svipuðum hraða og bíll á jörðu niðri og er svipað bíl í lögun. Ef þess konar farartæki væri til gæti það til að mynda tekið sig á loft á eðlilegan hátt úr akstri á venjulegum vegi. Við teljum ekki líklegt að slík farart...

Nánar

Af hverju stundaði Ídí Amín mannát?

Ekki eru til neinar staðfestar heimildir um mannát Ídí Amíns og þess vegna væri líklega réttarara að spyrja spurningarinnar: af hverju spunnust sagnir um það að Ídí Amín hafi verið mannæta? Það er ekki óalgengt að um ýmis illmenni sögunnar fari á kreik sögur um hræðileg voðaverk þeirra, til að mynda að þeir ét...

Nánar

Hvað er einn hestur mörg hestöfl?

Þegar talað er til dæmis um "100 hesta vél" þá er það samkvæmt okkar skilningi eins konar stytting eða einföldun fyrir "100 hestafla vél". "Einn hestur" er því í slíku samhengi sama og eitt hestafl enda var mælieiningin hestafl ákvörðuð með hliðsjón af meðalafköstum hesta í námuvinnu. Hestafl er mælieining um a...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um uppfinningamenn og uppfinningar Forngrikkja?

Um forngrískar uppfinningar hefur áður verið fjallað um á Vísindavefnum, í svari við spurningunni Hvað fundu Forngrikkir upp? Uppfinningarnar sem þar eru nefndar eru flestar óáþreifanlegar: stjórnskipan, bókmenntaform og fræðigreinar. En hvað með áþreifanlega hluti? Fundu Grikkir ekki upp nein tæki? Fyrir utan lás...

Nánar

Fleiri niðurstöður